Skip to content

Latest commit

 

History

History
168 lines (108 loc) · 8.55 KB

README.md

File metadata and controls

168 lines (108 loc) · 8.55 KB

Hópverkefni 2

Verkefnið felst í því að smíða prótótýpu af fyrirlestravef fyrir vefforritun. Gefin eru gögn sem unnin eru uppúr námsefni vetrarins.

Gefnar eru fyrirmyndir í 500px og 1500px án grindar ásamt 1500px með grind. Allt efni skal skalast snyrtilega á milli.

Almennt

Gögn eru gefin í lectures.json sem sækja skal með ajax virkni. Keyra verður verkefnið með browser-sync til að það virki.

Efni síðu skal ekki vera breiðara en 1200px. Litir og myndir í haus skulu fylla út í allt lárétt pláss. Yfir myndum er 60% gegnsær hvítur litur. Myndir fyrir hvern fyrirlestur eru skilgreindir í json skrá.

Grunn leturstærð er 16px og fylgja allar aðrar leturgerðir eftirfarandi skala: 16 24 32 48.

Litapalletta fyrir vef er #000, #999, #aaa, #ccc, #2d2, #1a1, #fcffd2 og #cc9694.

Letur fyrir meginmál er Lora, Times New Roman eða serif letur. Letur fyrir fyrirsagnir er Roboto Mono, Courier New eða monospace.

Flest allt er sett upp í 12 dálka grind með 20px gutter.

Öll bil eru hálft, heilt, tvöfalt eða þrefalt margfeldi af gutter. Hægt er að nota reglustiku tól (t.d. http://www.arulerforwindows.com/ eða http://www.pascal.com/software/freeruler/) til að finna nákvæmar stærðir en mestu skiptir að lausn svipi til en sé ekki nákvæmlega eins og fyrirmynd.

Allar hreyfingar gerast á 300ms með ease-in-out hröðunarfalli. Hreyfingar eru þegar svimað er yfir fyrirlestri í lista og síunar tökkum.

Forsíða

Forsíða inniheldur lista af öllum fyrirlestrum. Fram kemur hvort búið sé að klára fyrirlestur eða ekki. Nota skal til að tákna að fyrirlestri séð lokið, sjá að neðan hvernig virkni er.

Fyrir ofan lista skulu vera þrír takkar fyrir hvern af flokkunum: HTML, CSS og JavaScript. Í byrjun er engin takki virkur en um leið og takki er virkur skal aðeins sýna fyrirlestra í þeim flokk og takki litaður með #2d2. Ef fleiri takkar eru virkjaðir skal einnig sína þá fyrirlestra. Ef allir takkar eru virkir sést það sama og ef allir eru óvirkir—allir fyrirlestrar.

Þegar smellt er á fyrirlestur er farið yfir á fyrirlestur.html?slug=<slug> þar sem <slug> er slug fyrir fyrirlesturinn, t.d. fyrirlestur.html?slug=html-sagan. Hægt er að nota URLSearchParams og window.location.search til að vita hvaða fyrirlestur átt er við á fyrirlestur.html síðu.

Fyrirlestur

Fyrir hvern fyrirlestur skal birta haus og allt efni fyrirlesturs á eftir honum. Í haus kemur fram flokkur og titill.

Efni fyrirlesturs er geymt í fylki og skal birta það í sömu röð og það er skilgreint. Útbúa þarf birtingu fyrir hverja einingu eftir útliti.

Neðst er takki til að merkja fyrirlestur kláraðann og hlekkur til að fara til baka.

Kláraður fyrirlestur

Ef fyrirlestur er merktur kláraður skal sýna ✓ Fyrirlestur kláraður í #2d2. Annars Klára fyrirlestur. Þegar fyrirlestur er kláraður skal vista upplýsingar um það í localStorage og birta í lista og á fyrirlestra síðu.

Nota skal slug sem auðkenni yfir kláraða fyrirlestra.

Fyrirlestragögn

lectures.json inniheldur fylki af fyrirlestrum sem birta skal. Hver fyrirlestur getur haft:

  • slug, notað til að hlekkja á fyrirlestur
  • title, titill fyrirlesturs
  • category, flokkur fyrirlesturs
  • image, mynd í hausi fyrirlesturs, má sleppa, þá skal birta gráan lit í staðinn
  • thumbnail, mynd á yfirliti fyrirlestra, má sleppa, þá skal birta gráan lit í staðinn
  • content, fylki af efni fyrirlesturs

Fyrir efni fyrirlesturs er efni alltaf með:

  • type, gerð efnis
  • data, gögn efnis

þar sem type getur verið:

  • youtube, data inniheldur hlekk á youtube myndband. Innifela skal mynband með <iframe src="<URL>" frameborder="0" allowfullscreen="0"></iframe>
  • text, data inniheldur gögn þar sem \n merkir á milli málsgreina, þ.e.a.s. texta skal birta innan <p>, skipt á \n
  • quote, data inniheldur tilvitnun, aukalega getur verið attribute með þeim sem vitnað er í
  • image, data inniheldur slóð á mynd, aukalega getur verið caption með texta með mynd
  • heading, data inniheldur fyrirsögn
  • list, data inniheldur fylki af textum í lista
  • code, data inniheldur kóða þar sem bil og nýjar línur skipta máli

Athugið að meira efni mun bætast við það sem gefið er í byrjun. Virkni ætti að ráða við hvaða efni sem er í hvaða formi sem er, svo lengi sem það fylgir reglum að ofan.

Hópavinna

Verkefnið skal unnið í hóp með þremur einstaklingum. Hafið samband við kennara ef ekki er mögulegt að vinna í hóp.

Notast skal við Git og GitHub. Engar zip skrár með kóða ættu að ganga á milli í hópavinnu, heldur á að „committa“ allan kóða og vinna gegnum Git.

Lýsing á verkefni

README.md skrá skal vera í rót verkefnis og innihalda:

  • Upplýsingar um hvernig keyra skuli verkefnið
  • Lýsingu á uppsetningu verkefnis, hvernig því er skipt í möppur, hvernig CSS og JavaScript er skipulagt og fleira sem á við
  • Upplýsingar um alla sem unnu verkefni
  • Leyfilegt er að halda eftir þessari verkefnalýsingu en hún skal þá koma á eftir ykkar lýsingu

Tæki og tól

Eftirfarandi er sett upp í verkefni:

  • .stylelintrc með upplýsingum um hvernig stylelint eigi að haga sér. Setja þarf upp stylelint-config-primer pakkann
  • .eslintrc skrá sem segir til um hvernig lint fyrir JavaScript skrár skuli háttað
  • .gitignore sem hunsar algengar skrár, sjá nánar
    • Allt undir ./dist hunsað sem þýðir að það verður ekki checkað inn. Það er gert vegna þess að þær skrár eru útbúnar af tólum þegar verkefni er keyrt.
  • .gitattributes sem kemur í veg fyrir ósamræmi sem geta komið upp þegar unnið er á milli stýrikerfa
  • .editorconfig sem samræmir notkun á tabs og spaces, bilum og fleira
  • grid.css til að sjá grid sem fyrirmynd er unnin eftir
  • src/ mappa með
    • styles/ undirmöppu með styles.scss grunni
    • lib/ undirmappa sem gæti innihaldið JavaScript kóða auk tillögu að grunni fyrir virkni á forsíðu
    • index.js skrá sem vísar í lib/
  • dist/ mappa sem ætti að innihalda þýddar sass og JavaScript skrár
  • img/ með öllum myndum sem þarf í verkefnið
  • package.json hefur uppsett script ásamt dependencies
    • eslint til að keyra eslint
    • stylelint til að keyra stylelint
    • test til að keyra bæði eslint og stylelint
    • browser-sync til að keyra verkefni, bæta þarf við skrám sem vaktaðar eru
    • sass til að keyra fyrstu þýðingu
    • sass-watch til að fylgjast með sass skrám og þýða
    • dev til að keyra sass og browser-sync

Setja þarf upp

  • rollup til að pakka saman JavaScript kóða
  • babel til að transpila kóða

og bæta við í tól að ofan.

Mat

  • 30% - README eftir forskrift, tæki og tól uppsett. Snyrtilegt, gilt (skv. eslint) JavaScript. Snyrtilegt, gilt (skv. stylelint) CSS/Sass, gilt og aðgengilegt HTML. Git notað
  • 30% – Yfirlitssíða með síu
  • 30% – Fyrirlestrarsíða útfærð með efni
  • 10% – Hægt að skrá að fyrirlestur sér kláraður

Sett fyrir

Verkefni sett fyrir á Uglu föstudaginn 9. nóvember 2018.

Skil

Einn aðili úr hóp skal skila fyrir hönd allra og skila skal undir „Verkefni og hlutaprófa“ á Uglu í seinasta lagi fyrir lok dags fimmtudaginn 29. nóvember 2018, seinustu dæmatímar eru þann fimmtudag.

Skil skulu innihalda:

  • Nöfn allra í hóp ásamt notendanafni
  • Slóð á GitHub repo fyrir verkefni, og dæmatímakennurum skal hafa verið boðið í repo (sjá leiðbeiningar). Notendanöfn þeirra eru arnar44, gorri4, mimiqkz, hinriksnaer, gunkol, freyrdanielsson og osk
  • Slóð á verkefnið keyrandi á vefnum

Einkunn

Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 3,5% hvert, samtals 28% af lokaeinkunn.

Sett verða fyrir tvö stærri verkefni þar sem hvort um sig gildir 11%, samtals 22% af lokaeinkunn.

Myndir

Myndir frá:


Útgáfa 0.2

Útgáfusaga

Útgáfa Lýsing
0.1 Fyrsta útgáfa
0.2 Setja inn auka efni í lectures.json