Setja skal upp og nota react router.
Yfirlit er á /
og birtir alla flokka frá vefþjónustu.
Á /:id
eru birtar fréttir fyrir þann flokk. Ef flokkur er ekki til er 404
síða sýnd (einfaldlega síða sem segir að síðan sé ekki til.) Setja skal Til baka
link sem viðheldur stöðu, þ.e.a.s. notar <Link>
úr react router.
Ef reynt er að skoða aðrar slóðir er 404
síða sýnd.
RÚV RSS API proxy veitir aðgang að nýjustu fréttum frá RÚV. Tólið er sett upp á https://vef2-2021-ruv-rss-json-proxy.herokuapp.com/
.
Af handahófi er það lengi að skila niðurstöðum og/eða skilar villum. Gera skal ráð fyrir því með því að útfæra loading og error state fyrir componenta.
Nota skal REACT_APP_API_URL
til að sækja slóð á vefþjónustu, sjá .env.example
.
Yfirlitssíða birtir flokka ásamt fimm nýjustu fréttum og link á fréttasíðu.
Fréttasíða birtir allar fréttir í flokk.
Setja skal upp Sass og útfæra útlit per component í Sass skrá fyrir hann.
Ekki þarf að birta nákvæmlega eins útlit, en það skal í grunninn vera eins:
- Yfirlitssíða með fimm kassa með titli og fimm fréttum hver, linkur til að sjá allar
- Fréttasíða með titli, öllum fréttum og link til baka
Gefinn er grunnur, með uppbyggingu á verkefni, byggt á create-react-app
. Ekki ætti að þurfa að búa til fleiri componenta en það er leyfilegt. Ekki þarf að útbúa container component, en það er leyfilegt.
- 30% – Gögn sótt á vefþjónustu
- 20% – React router sett upp og routing skv. lýsingu
- 20% – Yfirlits- og fréttasíða uppsett
- 20% – Útlit og viðmót
- 10% – Verkefni sett upp á Heroku, engar linting villur og almennt snyrtilegur kóði
Verkefni sett fyrir í fyrirlestri fimmtudaginn 11. mars 2021.
Skila skal í Canvas í seinasta lagi fyrir lok dags laugardaginn 27. mars 2021.
Skilaboð skulu innihalda slóð á Heroku og slóð á GitHub repo fyrir verkefni, og dæmatímakennurum skal hafa verið boðið í repo (sjá leiðbeiningar). Notendanöfn þeirra eru:
jonnigs
mimiqkz
Steinalicious
zurgur
Hver dagur eftir skil dregur verkefni niður um 10%, allt að 20% ef skilað mánudaginn 29. mars 2021 en þá lokar fyrir skil.
Sett verða fyrir 6 minni verkefni þar sem 5 bestu gilda 8% hvert, samtals 40% af lokaeinkunn.
Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 10%, samtals 20% af lokaeinkunn.
Útgáfa 0.1
Útgáfa | Breyting |
---|---|
0.1 | Fyrsta útgáfa |